„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2023 13:26 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er farin inn á fund í húsakynnum ríkissáttasemjara með samninganefndum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í von um nýjan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25
Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent