Enn eitt bakslagið í viðleitni til afvopnunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 06:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ívar Fannar Rússar hafa formlega sagt sig frá mikilvægasta afvopnunarsamningnum sem tekur á hefðbundnum vopnum. Að mati utanríkisráðuneytisins er ákvörðunin bakslag. Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins. Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins.
Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00