„Öll sveitin horfði á tilhugalíf okkar verða til“ Íris Hauksdóttir skrifar 2. júní 2023 08:01 Gummi og Heiða fóru á fyrsta stefnumótið í desember 2007 og hafa verið saman allar götur síðan. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og Heiða Aðalsteinsdóttir landslagsarkitekt kynntust við heldur óvenjulegar aðstæður. Gummi eins og hann er alltaf kallaður var að koma úr erfiðum sambandsslitum og vildi kúpla sig alfarið út af stefnumótamarkaðinum. Hann fluttist því aftur á æskuslóðirnar þar sem foreldrar hans reka kúabú. Einangrunin var allt sem hann þráði. Hann leigði sér lítinn bústað en kenndi sveitungum sínum leiklist samhliða því að reyna að hlúa að andlegri heilsu. Heiða sem stundaði á þessum tíma nám á Hvanneyri skráði sig fyrir hálfgerða tilviljun á leiklistarnámskeiðið í Borgarfirði þar sem Gummi kenndi. Hún kolféll strax fyrir Gumma sem var þó síður en svo að leita að ástinni. Eftir að námskeiðinu lauk gat hann þó ekki hætt að hugsa um Heiðu og hafði upp á henni enda ein af fáum sem bera þetta nafn sem aðalnafn. Hann bauð henni á stefnumót sem var auðsótt af hennar hálfu og hafa þau verið saman allar götur síðan. Parið mætti í hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn þar sem þau fóru um víðan völl í skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð. Meðal annars hvernig þau urðu veðurteppt í árdaga sambandsins. Vildi vera eins einangraður og hann gat „Ég fer í mína sveit þar sem ég á ekki von á neinum sjens. Ég leigi mér veiðihús niður við á, pínulítinn A bústað og er að semja barnaplötu. Ég er bara að reyna að vera jafn einangraður og ég get. Bjóst alls ekki við að hitta neinn,“ segir Gummi og Heiða tekur við: „Þarna má eiginlega segja að sveitin hafi horft á okkar tilhugalíf verða til sem mér finnst líka fyndið og á einhvern hátt fallegt líka því við deilum náttúrulega gildum að einhverju leiti því ég er líka úr sveit. Ég áttaði mig ekkert á þessu að þetta væru meira og minna sveitungar hans Gumma ég hélt að þetta væri bara allskonar fólk eins og ég en nei, ég var eina sem varð allskonar.“ En hvað var það sem tengdi ykkur saman? Gummi grípur orðið: „Í mínu tilfelli held ég að það hafi verið í gegnum sveitina. Í gegnum hesta og þessi sveitagildi sem við erum alin upp við. Og svo húmor, við hlæjum mikið saman.“ „Já við erum mjög kaldhæðin, stríðin og auðsæranleg sem flest stríðið fólk er, bætir Heiða við og hlær.“ Gummi og Heiða eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Snjóuð inni á bóndabæ í Borgarfirði Síðar í viðtalinu berst talið að fyrstu heimsókn Heiðu í sveitina til foreldra Gumma þar sem óhætt er að fullyrða að henni hafi verið kastað í djúpu laugina. Var deiting tímabilið langt? „Okkar tilhugalíf fór mikið fram í þessu veiðihúsi hans Gumma við Lækjardalsá. Í raun og veru hið fullkomna umhverfi til að búa til ástarsamband. Fengum mikinn frið og vorum mikið bara tvö.“ „Þetta gerðist svolítið hratt, bætir Gummi við og heldur áfram: „Það var mjög erfitt veður þarna í janúar 2008. Einhvern tímann varð Heiða veðurteppt hjá mér svo dögum saman og komst ekki í skólann. Það var þannig bylur að við komumst ekki einu sinni úr sumarbústaðnum. Við vorum snjóuð inni. Svo loksins þegar það aðeins rjátlar og Heiða bara varð að komast aðeins niður á Hvanneyri, var ekki með svona margar nærbuxur og þurfti að mæta í tíma. Ég reyni að koma henni á jeppa en við förum útaf og erum dregin upp af pabba sem kemur á traktor og það er það vont veður að það þýðir ekkert fyrir okkur að fara aftur heim í bústaðinn svo við endum á að fara heim til foreldra minna í Brekkukot og þar erum við veðurteppt í nokkra daga. Pabbi er svo fyndin týpa, hann byrjar bara að sýna Heiðu fjölskyldualbúmin, litlar typpamyndir af mér fimm ára svo hún er þarna orðin bara hluti af þessari fjölskyldu löngu áður en hún ætlaði sér það.“ „Svo var líka mjög skondið í þessari sögu að það byrja að streyma að ættingarnir hans Gumma og ég hélt í alvöru talað að fólkið hefði verið kallað út. Það hefði verið tekið gott símtal en svo kynntist ég því síðar meir að svona er þetta bara heima hjá foreldrum Gumma. Það er alltaf gestagangur og ofboðslega samrýmd fjölskylda,“ segir Heiða. „Já foreldrar mínir eru kúabændur og alltaf heima svo fólk hringir ekki einu sinni á undan sér. Það mætir bara í kaffi.“ „Þannig ég náði á þessum veðurtepptu dögum að hitta bara flesta. Ég kláraði þetta bara.“ segir Heiða. Hlaðvarpsþáttinn heild má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira
Hann fluttist því aftur á æskuslóðirnar þar sem foreldrar hans reka kúabú. Einangrunin var allt sem hann þráði. Hann leigði sér lítinn bústað en kenndi sveitungum sínum leiklist samhliða því að reyna að hlúa að andlegri heilsu. Heiða sem stundaði á þessum tíma nám á Hvanneyri skráði sig fyrir hálfgerða tilviljun á leiklistarnámskeiðið í Borgarfirði þar sem Gummi kenndi. Hún kolféll strax fyrir Gumma sem var þó síður en svo að leita að ástinni. Eftir að námskeiðinu lauk gat hann þó ekki hætt að hugsa um Heiðu og hafði upp á henni enda ein af fáum sem bera þetta nafn sem aðalnafn. Hann bauð henni á stefnumót sem var auðsótt af hennar hálfu og hafa þau verið saman allar götur síðan. Parið mætti í hlaðvarpsþáttinn Betri helmingurinn þar sem þau fóru um víðan völl í skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð. Meðal annars hvernig þau urðu veðurteppt í árdaga sambandsins. Vildi vera eins einangraður og hann gat „Ég fer í mína sveit þar sem ég á ekki von á neinum sjens. Ég leigi mér veiðihús niður við á, pínulítinn A bústað og er að semja barnaplötu. Ég er bara að reyna að vera jafn einangraður og ég get. Bjóst alls ekki við að hitta neinn,“ segir Gummi og Heiða tekur við: „Þarna má eiginlega segja að sveitin hafi horft á okkar tilhugalíf verða til sem mér finnst líka fyndið og á einhvern hátt fallegt líka því við deilum náttúrulega gildum að einhverju leiti því ég er líka úr sveit. Ég áttaði mig ekkert á þessu að þetta væru meira og minna sveitungar hans Gumma ég hélt að þetta væri bara allskonar fólk eins og ég en nei, ég var eina sem varð allskonar.“ En hvað var það sem tengdi ykkur saman? Gummi grípur orðið: „Í mínu tilfelli held ég að það hafi verið í gegnum sveitina. Í gegnum hesta og þessi sveitagildi sem við erum alin upp við. Og svo húmor, við hlæjum mikið saman.“ „Já við erum mjög kaldhæðin, stríðin og auðsæranleg sem flest stríðið fólk er, bætir Heiða við og hlær.“ Gummi og Heiða eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Snjóuð inni á bóndabæ í Borgarfirði Síðar í viðtalinu berst talið að fyrstu heimsókn Heiðu í sveitina til foreldra Gumma þar sem óhætt er að fullyrða að henni hafi verið kastað í djúpu laugina. Var deiting tímabilið langt? „Okkar tilhugalíf fór mikið fram í þessu veiðihúsi hans Gumma við Lækjardalsá. Í raun og veru hið fullkomna umhverfi til að búa til ástarsamband. Fengum mikinn frið og vorum mikið bara tvö.“ „Þetta gerðist svolítið hratt, bætir Gummi við og heldur áfram: „Það var mjög erfitt veður þarna í janúar 2008. Einhvern tímann varð Heiða veðurteppt hjá mér svo dögum saman og komst ekki í skólann. Það var þannig bylur að við komumst ekki einu sinni úr sumarbústaðnum. Við vorum snjóuð inni. Svo loksins þegar það aðeins rjátlar og Heiða bara varð að komast aðeins niður á Hvanneyri, var ekki með svona margar nærbuxur og þurfti að mæta í tíma. Ég reyni að koma henni á jeppa en við förum útaf og erum dregin upp af pabba sem kemur á traktor og það er það vont veður að það þýðir ekkert fyrir okkur að fara aftur heim í bústaðinn svo við endum á að fara heim til foreldra minna í Brekkukot og þar erum við veðurteppt í nokkra daga. Pabbi er svo fyndin týpa, hann byrjar bara að sýna Heiðu fjölskyldualbúmin, litlar typpamyndir af mér fimm ára svo hún er þarna orðin bara hluti af þessari fjölskyldu löngu áður en hún ætlaði sér það.“ „Svo var líka mjög skondið í þessari sögu að það byrja að streyma að ættingarnir hans Gumma og ég hélt í alvöru talað að fólkið hefði verið kallað út. Það hefði verið tekið gott símtal en svo kynntist ég því síðar meir að svona er þetta bara heima hjá foreldrum Gumma. Það er alltaf gestagangur og ofboðslega samrýmd fjölskylda,“ segir Heiða. „Já foreldrar mínir eru kúabændur og alltaf heima svo fólk hringir ekki einu sinni á undan sér. Það mætir bara í kaffi.“ „Þannig ég náði á þessum veðurtepptu dögum að hitta bara flesta. Ég kláraði þetta bara.“ segir Heiða. Hlaðvarpsþáttinn heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira