Blekkingar Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 31. maí 2023 14:27 Þann 27. apríl síðastliðinn gáfu Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) út yfirlýsingu um að sala íslenskra upprunavottorða grænnar raforku úr landi hefði verið bönnuð. Íslensk orkufyrirtæki hafa hagnast á því á síðustu árum að selja vottorð úr landi fyrir milljarða króna árlega. Með því að kaupa upprunavottorð af íslenskum raforkuframleiðendum hafa raforkunotendur erlendis fengið sérstakt leyfi til að staðhæfa að þeir noti „græna raforku“ jafnvel þótt raforka þeirra sé í raun alls ekki framleidd á Íslandi. Tilgangurinn er augljós: að stuðla að grænni orkuframleiðslu í Evrópu. Svo mikil stórgróðastarfsemi hefur þetta reynst íslenskum framleiðendum „grænnar raforku“ að vottorð fyrir nálega 90% allrar íslenskrar raforku hafa verið seld úr landi. Í samhengi hins alþjóðlega raforkubókhalds eru því aðeins 13% af þeirri raforku sem notuð er á Íslandi endurnýjanleg, eða „græn“. Hin 87% eru „seld“ úr landi í formi upprunavottorða og á móti er jafnmikið af „gráum“ upprunavottorðum „flutt inn“ til landsins sem skrást á pappírum sem raforka framleidd með kjarnorku og bruna jarðefnaeldsneytis (sjá síðu Orkustofnunar). Má í því sambandi benda á að stórnotendur nota um 80% af raforku á Íslandi og þar af álverin langstærstan hluta, um 64%. Landsvirkjun hefur neitað að láta af hendi upplýsingar um hverjir kaupa græn vottorð af þeim en af tölunum einum saman má ráða að íslenskir stórnotendur kaupa lítið sem ekkert af þeim. Tvítalið Í yfirlýsingu AIB kemur fram að ástæða útflutningsbannsins á „grænu vottorðunum“ sé sú að hér á landi sé vinnsla grænnar orku tvítalin. Orkufyrirtækin selja vottorðin úr landi en á sama tíma fullyrða stórnotendur raforku hérlendis að þeir noti græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimili þeim slíkt yfir höfuð. Á síðu Landsvirkjunar um upprunaábyrgðir raforku kemur skýrt fram að þetta er óleyfilegt: „[O]rkukaupendum [er] óheimilt að staðhæfa að þeir nýti græna orku, nema þeir geti framvísað upprunaábyrgð sem staðfestir endurnýjanlegan uppruna raforkunnar“ og „aðeins þau sem kaupa upprunaábyrgðir geta sagst kaupa endurnýjanlega orku.“ Þann 5. maí birti Landsvirkjun yfirlýsingu á síðu sinni um sölubann AIB. Þar stendur: „Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja á Íslandi sem selja upprunaábyrgðir. Orkufyrirtækin hafa engin úrræði til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lýsi því yfir að orkunotkun þeirra komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem er skilyrði fyrir slíkum yfirlýsingum. Í raun er um að ræða rangar og villandi upplýsingar í auglýsingum, eða öðru efni, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Ekki hefur verið brugðist við þessari háttsemi af hálfu stjórnvalda.“ Með þessari yfirlýsingu fríar Landsvirkjun sig með öllu ábyrgð á því að viðskiptavinir hennar, íslenskir stórnotendur, nýti sér hreina ímynd Íslands til að segjast nota græna raforku þótt þeir kaupi ekki vottorð fyrir slíku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði raunar í nýlegu viðtali að stórnotendur hafi „ekki haft áhuga á að kaupa þessa grænu eiginleika.“ Að eigin sögn getur Landsvirkjun ekki stjórnað markaðsefni og auglýsingum stórnotenda og hafi fyrirtækið því ekkert með fullyrðingar viðskiptavina sinna að gera. En er það virkilega svo? Blekkingin Við snögga leit á netinu koma upp fjölmörg dæmi sem benda í þveröfuga átt – í fréttum, aðsendum greinum og jafnvel á síðu Landsvirkjunar sjálfrar eru fullyrðingar frá fyrirtækinu um að íslensk álvinnsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi. Sem dæmi má benda á grein Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, og Péturs Blöndal hjá Samáli frá september 2021 þar sem segir: „Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína.“ Í sama mánuði birtist önnur grein Tinnu Traustadóttur og Sólveigar Kr. Bergmann hjá Norðuráliþar sem segir: „Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku.“ Á opnum fundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum fullyrti Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun að „kolefnisspor íslenskra álvera [væri] með því lægsta sem gerist í heiminum.“ Sá sami sagði hins vegar í fréttum RÚV 6. maí síðastliðinn að Landsvirkjun hafi ekki eftirlitshlutverk með markaðssetningu og að óljóst sé hver beri ábyrgð á því tjóni sem íslensk orkufyrirtæki verða fyrir vegna sölubannsins. Augljóst er af þessu að fyrirtækið Landsvirkjun hefur sjálft á síðustu árum tekið fullan og meðvitaðan þátt í því að misnota kerfið í kringum upprunaábyrgðir hreinnar grænnar raforku með því að fullyrða í slagtogi við samtök álframleiðenda og aðra að hérlend álframleiðsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi en selja samtímis vottorðin eitthvert annað. Það er óheimilt og stjórnendum Landsvirkjunar er það fullkunnugt. Á því fjártjóni sem viðurlög við þessu kunna að valda Landsvirkjun bera stjórnendur Landsvirkjunar fulla og óskoraða ábyrgð. Þú getur ekki bæði selt kökuna úr landi og étið hana heima hjá þér. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 27. apríl síðastliðinn gáfu Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) út yfirlýsingu um að sala íslenskra upprunavottorða grænnar raforku úr landi hefði verið bönnuð. Íslensk orkufyrirtæki hafa hagnast á því á síðustu árum að selja vottorð úr landi fyrir milljarða króna árlega. Með því að kaupa upprunavottorð af íslenskum raforkuframleiðendum hafa raforkunotendur erlendis fengið sérstakt leyfi til að staðhæfa að þeir noti „græna raforku“ jafnvel þótt raforka þeirra sé í raun alls ekki framleidd á Íslandi. Tilgangurinn er augljós: að stuðla að grænni orkuframleiðslu í Evrópu. Svo mikil stórgróðastarfsemi hefur þetta reynst íslenskum framleiðendum „grænnar raforku“ að vottorð fyrir nálega 90% allrar íslenskrar raforku hafa verið seld úr landi. Í samhengi hins alþjóðlega raforkubókhalds eru því aðeins 13% af þeirri raforku sem notuð er á Íslandi endurnýjanleg, eða „græn“. Hin 87% eru „seld“ úr landi í formi upprunavottorða og á móti er jafnmikið af „gráum“ upprunavottorðum „flutt inn“ til landsins sem skrást á pappírum sem raforka framleidd með kjarnorku og bruna jarðefnaeldsneytis (sjá síðu Orkustofnunar). Má í því sambandi benda á að stórnotendur nota um 80% af raforku á Íslandi og þar af álverin langstærstan hluta, um 64%. Landsvirkjun hefur neitað að láta af hendi upplýsingar um hverjir kaupa græn vottorð af þeim en af tölunum einum saman má ráða að íslenskir stórnotendur kaupa lítið sem ekkert af þeim. Tvítalið Í yfirlýsingu AIB kemur fram að ástæða útflutningsbannsins á „grænu vottorðunum“ sé sú að hér á landi sé vinnsla grænnar orku tvítalin. Orkufyrirtækin selja vottorðin úr landi en á sama tíma fullyrða stórnotendur raforku hérlendis að þeir noti græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimili þeim slíkt yfir höfuð. Á síðu Landsvirkjunar um upprunaábyrgðir raforku kemur skýrt fram að þetta er óleyfilegt: „[O]rkukaupendum [er] óheimilt að staðhæfa að þeir nýti græna orku, nema þeir geti framvísað upprunaábyrgð sem staðfestir endurnýjanlegan uppruna raforkunnar“ og „aðeins þau sem kaupa upprunaábyrgðir geta sagst kaupa endurnýjanlega orku.“ Þann 5. maí birti Landsvirkjun yfirlýsingu á síðu sinni um sölubann AIB. Þar stendur: „Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja á Íslandi sem selja upprunaábyrgðir. Orkufyrirtækin hafa engin úrræði til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lýsi því yfir að orkunotkun þeirra komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem er skilyrði fyrir slíkum yfirlýsingum. Í raun er um að ræða rangar og villandi upplýsingar í auglýsingum, eða öðru efni, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Ekki hefur verið brugðist við þessari háttsemi af hálfu stjórnvalda.“ Með þessari yfirlýsingu fríar Landsvirkjun sig með öllu ábyrgð á því að viðskiptavinir hennar, íslenskir stórnotendur, nýti sér hreina ímynd Íslands til að segjast nota græna raforku þótt þeir kaupi ekki vottorð fyrir slíku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði raunar í nýlegu viðtali að stórnotendur hafi „ekki haft áhuga á að kaupa þessa grænu eiginleika.“ Að eigin sögn getur Landsvirkjun ekki stjórnað markaðsefni og auglýsingum stórnotenda og hafi fyrirtækið því ekkert með fullyrðingar viðskiptavina sinna að gera. En er það virkilega svo? Blekkingin Við snögga leit á netinu koma upp fjölmörg dæmi sem benda í þveröfuga átt – í fréttum, aðsendum greinum og jafnvel á síðu Landsvirkjunar sjálfrar eru fullyrðingar frá fyrirtækinu um að íslensk álvinnsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi. Sem dæmi má benda á grein Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, og Péturs Blöndal hjá Samáli frá september 2021 þar sem segir: „Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína.“ Í sama mánuði birtist önnur grein Tinnu Traustadóttur og Sólveigar Kr. Bergmann hjá Norðuráliþar sem segir: „Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku.“ Á opnum fundi Landsvirkjunar fyrir tveimur árum fullyrti Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun að „kolefnisspor íslenskra álvera [væri] með því lægsta sem gerist í heiminum.“ Sá sami sagði hins vegar í fréttum RÚV 6. maí síðastliðinn að Landsvirkjun hafi ekki eftirlitshlutverk með markaðssetningu og að óljóst sé hver beri ábyrgð á því tjóni sem íslensk orkufyrirtæki verða fyrir vegna sölubannsins. Augljóst er af þessu að fyrirtækið Landsvirkjun hefur sjálft á síðustu árum tekið fullan og meðvitaðan þátt í því að misnota kerfið í kringum upprunaábyrgðir hreinnar grænnar raforku með því að fullyrða í slagtogi við samtök álframleiðenda og aðra að hérlend álframleiðsla sé „græn“ og með eitt lægsta kolefnisspor í heimi en selja samtímis vottorðin eitthvert annað. Það er óheimilt og stjórnendum Landsvirkjunar er það fullkunnugt. Á því fjártjóni sem viðurlög við þessu kunna að valda Landsvirkjun bera stjórnendur Landsvirkjunar fulla og óskoraða ábyrgð. Þú getur ekki bæði selt kökuna úr landi og étið hana heima hjá þér. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun