Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 09:33 Ekkert lát er á einkaneyslu og ferðaþjónustan drífur hana áfram. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira