Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 19:48 Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33