Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 15:12 Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“ Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“
Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira