„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:16 Rúnar Kárason sækir að marki Hauka í leiknum í kvöld, fyrir framan stappfullt hús af fólki. Hann segir Eyjamenn þurfa að finna betra sjálfstraust fyrir miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira