Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Einar Kárason skrifa 26. maí 2023 22:32 Erlingur Richardsson var langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. „Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57