Sveitarstjórn Múlaþings ekki á móti þjóðsöngnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 12:09 Berglind Harpa segir þjóðsönginn fallegan og hátíðlegan en tillagan hafi ekki átt neitt erindi inn í umræðu um styrkbeiðni. Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar. Bókun byggðarráðs Múlaþings í síðustu viku hefur vakið talsverða athygli. En þar hafnaði meirihlutinn tillögu Þrastar Jónssonar, fulltrúa Miðflokksins, um að þjóðsöngurinn, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, yrði sunginn að minnsta kosti einu sinni á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Helst við inngöngu fjallkonunnar. Tillagan var breytingartillaga við afgreiðslu styrkbeiðni íþróttafélagsins Hattar, sem sér um dagskránna. Þrír fulltrúar kusu gegn tillögunni en tveir sátu hjá. Berglind Harpa segir að þessi tillaga hafi ekki átt neitt erindi inn í þessa umræðu, þar sem verið var að leiðrétta fjárveitingar til hátíðarhaldanna vegna verðhækkana. Þröstur segir að hugsanlega þyki þjóðsöngurinn púkó vegna guðstengingar í textanum.Miðflokkurinn „Við erum ekki með upplýsingar um hvernig dagskráin fer fram. Þegar engin gögn liggja fyrir og engin umræða hefur farið fram erum við ekkert að bóka sérstaklega um það,“ segir Berglind. „Það er ekkert mál að koma með vinsamleg tilmæli án þess að það þurfi að liggja bókun fyrir tengd við aukafjárveitingu.“ Þjóðsöngurinn púkó Í viðtali við Morgunblaðið segir Þröstur að hann hafi sett tillöguna fram vegna þess að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn á hátíðinni í fyrrasumar. Þetta hafi átt að vera vargnagli sem ætti ekki að skaða nokkurn mann. Enn fremur sagði Þröstur að það virtist orðið eitthvað „púkó“ að syngja þjóðsönginn vegna þess að guð sé nefndur í textanum. Ef þjóðsöngurinn væri ekki við hæfi á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hvenær þá? Hneykslan fyrrverandi ráðherra Auk margra annarra hafa að minnsta kosti tveir fyrrverandi ráðherrar lagt orð í belg vegna málsins. Annars vegar er það heimamaðurinn og Framsóknarmaðurinn Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðis og félagsmálaráðherra. Á samfélagsmiðlum segist Jón hissa á því að tillagan hafi verið felld. Heimamaðurinn Jón Kristjánsson kann vel að meta þjóðsönginn og hefur aldrei viljað skipta honum út fyrir annað lag.Alþingi „Þjóðsöngurinn og þjóðfáninn eru tengd þjóðhátíðardeginum böndum sem ég hélt að væru órjúfanleg,“ segir hann. „Það var stundum nefnt við mig þegar ég var á Alþingi að það yrði að skipta um þjóðsöng, en ég sagðist aldrei styðja það. Það er ekki langt síðan landskunnur tónlistarmaður sagði í mín eyru í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni að þjóðsöngurinn væri glæsilegt tónverk, en menn hefðu tilhneigingu til þess að syngja hann í of hárri tóntegund. Ég trúi því ekki að upphafið, að nefna guð geti fælt menn svo frá að það þurfi að hætta að flytja þetta hátíðlega tónverk. Kannski er maður að verða gamall, en mér finnst hátíðleiki ekki vera úreltur.“ Hins vegar er það Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála og dómsmálaráðherra, og samflokksmaður Berglindar Hörpu í Sjálfstæðisflokknum. Á síðu sinni bjorn.is segir hann að frétt Morgunblaðsins um þjóðsöngsmálið hafi gert hann orðlausan. Björn Bjarnason segist orðlaus yfir fréttunum.Friðrik Þór „Eitt er að syngja ekki þjóðsönginn 17. júní vegna getu- eða áhugaleysis, annað að samþykkja í byggðarráði að gera það alls ekki,“ segir Björn. Fallegur og hátíðlegur Berglind Harpa segir að hvorki hún né byggðarráð sé á móti því að þjóðsöngurinn verði sunginn á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Bendir hún á að í Múlaþingi séu fjórir byggðakjarnar og hún sé ekki inni í dagskránni á hverjum stað. Aðspurð um hvort einhverjir hafi orðið skúffaðir yfir því að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn í fyrrasumar segist hún ekki hafa heyrt af því. Sjálf hafi hún ekki verið viðstödd hátíðarhöldin á Egilsstöðum í fyrra og verði það ekki í ár heldur. „Auðvitað er hátíðlegt að syngja þjóðsönginn og um að gera það sem víðast á 17. júní, ekki spurning,“ segir Berglind Harpa. „Hann er fallegur og hátíðlegur.“ Múlaþing Tónlist 17. júní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bókun byggðarráðs Múlaþings í síðustu viku hefur vakið talsverða athygli. En þar hafnaði meirihlutinn tillögu Þrastar Jónssonar, fulltrúa Miðflokksins, um að þjóðsöngurinn, lofsöngurinn Ó, guð vors lands, yrði sunginn að minnsta kosti einu sinni á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Helst við inngöngu fjallkonunnar. Tillagan var breytingartillaga við afgreiðslu styrkbeiðni íþróttafélagsins Hattar, sem sér um dagskránna. Þrír fulltrúar kusu gegn tillögunni en tveir sátu hjá. Berglind Harpa segir að þessi tillaga hafi ekki átt neitt erindi inn í þessa umræðu, þar sem verið var að leiðrétta fjárveitingar til hátíðarhaldanna vegna verðhækkana. Þröstur segir að hugsanlega þyki þjóðsöngurinn púkó vegna guðstengingar í textanum.Miðflokkurinn „Við erum ekki með upplýsingar um hvernig dagskráin fer fram. Þegar engin gögn liggja fyrir og engin umræða hefur farið fram erum við ekkert að bóka sérstaklega um það,“ segir Berglind. „Það er ekkert mál að koma með vinsamleg tilmæli án þess að það þurfi að liggja bókun fyrir tengd við aukafjárveitingu.“ Þjóðsöngurinn púkó Í viðtali við Morgunblaðið segir Þröstur að hann hafi sett tillöguna fram vegna þess að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn á hátíðinni í fyrrasumar. Þetta hafi átt að vera vargnagli sem ætti ekki að skaða nokkurn mann. Enn fremur sagði Þröstur að það virtist orðið eitthvað „púkó“ að syngja þjóðsönginn vegna þess að guð sé nefndur í textanum. Ef þjóðsöngurinn væri ekki við hæfi á þjóðhátíðardaginn sjálfan, hvenær þá? Hneykslan fyrrverandi ráðherra Auk margra annarra hafa að minnsta kosti tveir fyrrverandi ráðherrar lagt orð í belg vegna málsins. Annars vegar er það heimamaðurinn og Framsóknarmaðurinn Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðis og félagsmálaráðherra. Á samfélagsmiðlum segist Jón hissa á því að tillagan hafi verið felld. Heimamaðurinn Jón Kristjánsson kann vel að meta þjóðsönginn og hefur aldrei viljað skipta honum út fyrir annað lag.Alþingi „Þjóðsöngurinn og þjóðfáninn eru tengd þjóðhátíðardeginum böndum sem ég hélt að væru órjúfanleg,“ segir hann. „Það var stundum nefnt við mig þegar ég var á Alþingi að það yrði að skipta um þjóðsöng, en ég sagðist aldrei styðja það. Það er ekki langt síðan landskunnur tónlistarmaður sagði í mín eyru í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni að þjóðsöngurinn væri glæsilegt tónverk, en menn hefðu tilhneigingu til þess að syngja hann í of hárri tóntegund. Ég trúi því ekki að upphafið, að nefna guð geti fælt menn svo frá að það þurfi að hætta að flytja þetta hátíðlega tónverk. Kannski er maður að verða gamall, en mér finnst hátíðleiki ekki vera úreltur.“ Hins vegar er það Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála og dómsmálaráðherra, og samflokksmaður Berglindar Hörpu í Sjálfstæðisflokknum. Á síðu sinni bjorn.is segir hann að frétt Morgunblaðsins um þjóðsöngsmálið hafi gert hann orðlausan. Björn Bjarnason segist orðlaus yfir fréttunum.Friðrik Þór „Eitt er að syngja ekki þjóðsönginn 17. júní vegna getu- eða áhugaleysis, annað að samþykkja í byggðarráði að gera það alls ekki,“ segir Björn. Fallegur og hátíðlegur Berglind Harpa segir að hvorki hún né byggðarráð sé á móti því að þjóðsöngurinn verði sunginn á hátíðarhöldunum á Egilsstöðum. Bendir hún á að í Múlaþingi séu fjórir byggðakjarnar og hún sé ekki inni í dagskránni á hverjum stað. Aðspurð um hvort einhverjir hafi orðið skúffaðir yfir því að þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn í fyrrasumar segist hún ekki hafa heyrt af því. Sjálf hafi hún ekki verið viðstödd hátíðarhöldin á Egilsstöðum í fyrra og verði það ekki í ár heldur. „Auðvitað er hátíðlegt að syngja þjóðsönginn og um að gera það sem víðast á 17. júní, ekki spurning,“ segir Berglind Harpa. „Hann er fallegur og hátíðlegur.“
Múlaþing Tónlist 17. júní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira