„Bað strákana afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 16:30 Alfreð Finnbogason leikur undir stjórn fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarans Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Lyngby í gær þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í 4-0 tapi gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní. Danski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní.
Danski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira