Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2023 13:01 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill sjá að gripið verði til aðgerða í ríkisfjármálum til að vernda heimili landsins eftir tólf stýrivaxtahækkanir í röð og greiningaraðilar segja útlit fyrir þá næstu á miðvikudagsmorgun. Vísir/vilhelm Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. Á miðvikudagsmorgun verður ný vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans kynnt en greiningaraðilar eru flestir á einu máli um að þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð verði niðurstaðan. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fólk ætti að búa sig undir þennan veruleika. Sjá nánar: Spá því að vextir hækki um heila prósentu „Seðlabankinn er auðvitað sjálfstæður og hann er að bregðast við aðstæðum í samfélaginu og þessum háu verðbólgutölum sem hafa varað og nú er það ríkisstjórnarinnar og stjórnamálamannanna að bregðast við á hinni hliðinni og reyna að draga úr þessari þenslu og verja heimilin.“ En hvernig nákvæmlega á að verja heimili landsins í þessu flókna efnahagsumhverfi sem nú ríkir? Kristrún segir skammtímaaðgerðir nauðsynlegar og þá hafi hún ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin muni ráðast í stuðningsaðgerðir fyrir heimilin þessar síðustu þrjár vikur sem eftir eru af þinginu. „Þessar skammtímaaðgerðir sem við myndum vilja sjá strax á þessu ári tengjast í rauninni ekki fjármálaáætlun beint heldur endurskoðun á fjárlögunum núna, það er að segja vaxtabætur og að skoða húsnæðisbæturnar en þá skiptir máli að setja á leigubremsu svo bæturnar leki ekki allar út í leiguna hjá fólki.“ Húsnæðisverðshækkanir rót verðbólgunnar Skammtímaúrræði þurfi að koma til en hin stóra pólitíska sýn til lengri tíma skipti líka höfuðmáli. „Og þar verður ríkisstjórnin að sýna að henni sé alvara þegar kemur að því að draga úr húsnæðisverðshækkunum vegna þess að húsnæðisverðshækkanir eru rótin að verðbólgunni í dag þrátt fyrir að við séum farin að sjá almennt verðlag hækka líka þá er það vegna þess að þetta er búið að leka út í allt verðlag út af auknum launakröfum vegna þess að fólk á ekki fyrir húsnæðisgreiðslum sínum. Þannig að við verðum að sjá úrræði sem sýna sterka uppbyggingu á næstu árum, vilja til þess að setja einhverjar hömlur eða herða skilyrði varðandi nýtingu heimila og íbúða sem fjárfestingareignir og að það séu settar í gang ákveðin úrræði á leigumarkaðnum,“ segir Kristrún. Leiðir til að dempa áfallið Ríkisstjórnarflokkarnir eru ólíkir og með mismunandi hugmyndafræði að leiðarljósi og var Kristrún spurð hvort hún væri vongóð um að þessar hugmyndir um leigubremsu og húsnæðisstuðning muni nást í gegn áður en mikill fjöldi vaxta á óverðtryggðum lánum losnar með haustinu. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra sé í grundvallaratriðum ósammála mér varðandi velferðarstjórn að þá veit ég að það eru aðrir flokkar í ríkisstjórn; flokkur forsætisráðherra og innviðaráðherra sem vilja sjá velferðaráherslur. Ég ætla bara ekki að gefa upp þá von að núna á þessum þremur vikum sem eftir eru á þinginu að ríkisstjórnin stigi inn í og verndi heimilin. Það eru að losna kjarasamningar í haust og það er mjög viðkvæmt ástand og það eru leiðir til að dempa þetta ástand og það eru leiðir til að dempa þetta áfall sem snúa að því að bæta í vaxtabætur á miðju ári og að sýna spilin varðandi úrræði á leigumarkaði, leigubremsu og þess háttar og það eru tekjupóstar sem er hægt að styrkja til skamms og langs tíma til að vinna gegn þensluna og ef það er vilji hjá ríkisstjórninni til að vernda heimilin og draga úr þessum vítahring hækkana þá er hægt að laga ástandið.“ Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Á miðvikudagsmorgun verður ný vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans kynnt en greiningaraðilar eru flestir á einu máli um að þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð verði niðurstaðan. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fólk ætti að búa sig undir þennan veruleika. Sjá nánar: Spá því að vextir hækki um heila prósentu „Seðlabankinn er auðvitað sjálfstæður og hann er að bregðast við aðstæðum í samfélaginu og þessum háu verðbólgutölum sem hafa varað og nú er það ríkisstjórnarinnar og stjórnamálamannanna að bregðast við á hinni hliðinni og reyna að draga úr þessari þenslu og verja heimilin.“ En hvernig nákvæmlega á að verja heimili landsins í þessu flókna efnahagsumhverfi sem nú ríkir? Kristrún segir skammtímaaðgerðir nauðsynlegar og þá hafi hún ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin muni ráðast í stuðningsaðgerðir fyrir heimilin þessar síðustu þrjár vikur sem eftir eru af þinginu. „Þessar skammtímaaðgerðir sem við myndum vilja sjá strax á þessu ári tengjast í rauninni ekki fjármálaáætlun beint heldur endurskoðun á fjárlögunum núna, það er að segja vaxtabætur og að skoða húsnæðisbæturnar en þá skiptir máli að setja á leigubremsu svo bæturnar leki ekki allar út í leiguna hjá fólki.“ Húsnæðisverðshækkanir rót verðbólgunnar Skammtímaúrræði þurfi að koma til en hin stóra pólitíska sýn til lengri tíma skipti líka höfuðmáli. „Og þar verður ríkisstjórnin að sýna að henni sé alvara þegar kemur að því að draga úr húsnæðisverðshækkunum vegna þess að húsnæðisverðshækkanir eru rótin að verðbólgunni í dag þrátt fyrir að við séum farin að sjá almennt verðlag hækka líka þá er það vegna þess að þetta er búið að leka út í allt verðlag út af auknum launakröfum vegna þess að fólk á ekki fyrir húsnæðisgreiðslum sínum. Þannig að við verðum að sjá úrræði sem sýna sterka uppbyggingu á næstu árum, vilja til þess að setja einhverjar hömlur eða herða skilyrði varðandi nýtingu heimila og íbúða sem fjárfestingareignir og að það séu settar í gang ákveðin úrræði á leigumarkaðnum,“ segir Kristrún. Leiðir til að dempa áfallið Ríkisstjórnarflokkarnir eru ólíkir og með mismunandi hugmyndafræði að leiðarljósi og var Kristrún spurð hvort hún væri vongóð um að þessar hugmyndir um leigubremsu og húsnæðisstuðning muni nást í gegn áður en mikill fjöldi vaxta á óverðtryggðum lánum losnar með haustinu. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra sé í grundvallaratriðum ósammála mér varðandi velferðarstjórn að þá veit ég að það eru aðrir flokkar í ríkisstjórn; flokkur forsætisráðherra og innviðaráðherra sem vilja sjá velferðaráherslur. Ég ætla bara ekki að gefa upp þá von að núna á þessum þremur vikum sem eftir eru á þinginu að ríkisstjórnin stigi inn í og verndi heimilin. Það eru að losna kjarasamningar í haust og það er mjög viðkvæmt ástand og það eru leiðir til að dempa þetta ástand og það eru leiðir til að dempa þetta áfall sem snúa að því að bæta í vaxtabætur á miðju ári og að sýna spilin varðandi úrræði á leigumarkaði, leigubremsu og þess háttar og það eru tekjupóstar sem er hægt að styrkja til skamms og langs tíma til að vinna gegn þensluna og ef það er vilji hjá ríkisstjórninni til að vernda heimilin og draga úr þessum vítahring hækkana þá er hægt að laga ástandið.“
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10
Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21
Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35