Golfkennarinn sem fór holu í höggi á PGA og upplifði drauminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 11:30 Michael Block var stjarna helgarinnar á PGA-meistaramótinu. getty/Kevin C. Cox Óvænt stjarna varð til á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Það var Bandaríkjamaðurinn Michael Block sem fór holu í höggi á 15. braut, rakaði inn seðlum og tryggði sér þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á næsta ári. Block er golfkennari en ekki atvinnumaður og hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn á neinu af fyrstu sex risamótunum sem hann tók þátt á. Hann þótti því ekki beint líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu um helgina. En þessi 46 ára Bandaríkjamaður stal senunni og skyggði nánast á sjálfan sigurvegarann, Brooks Koepka. Block komst í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu og á lokadegi þess í gær var hann í holli með Rory McIlroy, einni stærstu stjörnu golfsins. Hann trúði varla eigin augum þegar það var staðfest. Michael Block will be paired with Rory McIlroy in the final round of the PGA Championship tomorrow.His reaction to finding out will make you smile pic.twitter.com/hjs6G8Nopj— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Á 15. braut á Oak Hill vellinum í New York gerði Block sér lítið fyrir og fór holu í höggi eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. UNBELIEVABLE!MICHAEL BLOCK JUST DUNKED A HOLE-IN-ONE! pic.twitter.com/Qin8FYXFQV— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Block trúði ekki sínum eigin augun og þurfti að fá staðfestingu frá McIlroy á því sem hann hafði gert. „Ég hugsaði af hverju er Rory að faðma mig? Hann myndi ekki gera það ef þetta hefði bara verið nálægt því að fara ofan í!“ sagði Block. Þeir McIlroy féllust aftur í faðma eftir lokaholuna og Block gerði það sem allir heiðarlegir menn myndu gera og bað um bolamynd af sér með McIlroy. A picture perfect moment Michael Block got a photo with @McIlroyRory after their round. pic.twitter.com/79zt7MPsIG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Block kom sér í tóm vandræði á lokaholunni en náði að bjarga pari og tryggja sér þar með þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á næsta ári. Block endaði í 15. sæti mótsins um helgina og lék á samtals einu höggi yfir pari. Fyrir það fékk hann tæplega þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadala. Það er ígildi 1920 golftíma en sem fyrr sagði vinnur Block fyrir sér sem golfkennari. Félagar hans í golfklúbbnum hans komu saman og fylgdust með Blocks á PGA-meistaramótinu. Mikil fagnaðarlæti brutust út í golfklúbbnum hans þegar hann fór holuna í höggi og PGA birti myndband af þeim á Twitter. "BLOCKIE! BLOCKIE! BLOCKIE!"Michael Block's home club Arroyo Trabuco erupted after seeing his ace! pic.twitter.com/XYy9H9igwC— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 „Ég hef aldrei farið holu í höggi á móti og þetta var sennilega súrrealískasta augnablik lífs míns,“ sagði Block um ásinn sem hann fékk á PGA-meistaramótinu. „Ég er að upplifa drauminn. Ég spilaði með Justin Rose á laugardaginn og Rory McIlroy á sunnudaginn á risamóti. Það verður ekki mikið stærra en það. Ég er eins og hinn nýi John Daly nema ég er ekki með möllett og ekki jafn stór og hann.“ Block ásamt sigurvegara PGA-meistaramótsins 2023, Brooks Koepka.getty/Darren Carroll McIlroy, sem endaði í 7. sæti á PGA-meistaramótinu, hrósaði Block í hástert. „Þegar þetta er vikan þín er þetta vikan þín. Þetta var ótrúlegt högg og viðeigandi leið til að toppa frammistöðu hans á mótinu,“ sagði Norður-Írinn. Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Block er golfkennari en ekki atvinnumaður og hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn á neinu af fyrstu sex risamótunum sem hann tók þátt á. Hann þótti því ekki beint líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu um helgina. En þessi 46 ára Bandaríkjamaður stal senunni og skyggði nánast á sjálfan sigurvegarann, Brooks Koepka. Block komst í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu og á lokadegi þess í gær var hann í holli með Rory McIlroy, einni stærstu stjörnu golfsins. Hann trúði varla eigin augum þegar það var staðfest. Michael Block will be paired with Rory McIlroy in the final round of the PGA Championship tomorrow.His reaction to finding out will make you smile pic.twitter.com/hjs6G8Nopj— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Á 15. braut á Oak Hill vellinum í New York gerði Block sér lítið fyrir og fór holu í höggi eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. UNBELIEVABLE!MICHAEL BLOCK JUST DUNKED A HOLE-IN-ONE! pic.twitter.com/Qin8FYXFQV— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Block trúði ekki sínum eigin augun og þurfti að fá staðfestingu frá McIlroy á því sem hann hafði gert. „Ég hugsaði af hverju er Rory að faðma mig? Hann myndi ekki gera það ef þetta hefði bara verið nálægt því að fara ofan í!“ sagði Block. Þeir McIlroy féllust aftur í faðma eftir lokaholuna og Block gerði það sem allir heiðarlegir menn myndu gera og bað um bolamynd af sér með McIlroy. A picture perfect moment Michael Block got a photo with @McIlroyRory after their round. pic.twitter.com/79zt7MPsIG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Block kom sér í tóm vandræði á lokaholunni en náði að bjarga pari og tryggja sér þar með þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á næsta ári. Block endaði í 15. sæti mótsins um helgina og lék á samtals einu höggi yfir pari. Fyrir það fékk hann tæplega þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadala. Það er ígildi 1920 golftíma en sem fyrr sagði vinnur Block fyrir sér sem golfkennari. Félagar hans í golfklúbbnum hans komu saman og fylgdust með Blocks á PGA-meistaramótinu. Mikil fagnaðarlæti brutust út í golfklúbbnum hans þegar hann fór holuna í höggi og PGA birti myndband af þeim á Twitter. "BLOCKIE! BLOCKIE! BLOCKIE!"Michael Block's home club Arroyo Trabuco erupted after seeing his ace! pic.twitter.com/XYy9H9igwC— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 „Ég hef aldrei farið holu í höggi á móti og þetta var sennilega súrrealískasta augnablik lífs míns,“ sagði Block um ásinn sem hann fékk á PGA-meistaramótinu. „Ég er að upplifa drauminn. Ég spilaði með Justin Rose á laugardaginn og Rory McIlroy á sunnudaginn á risamóti. Það verður ekki mikið stærra en það. Ég er eins og hinn nýi John Daly nema ég er ekki með möllett og ekki jafn stór og hann.“ Block ásamt sigurvegara PGA-meistaramótsins 2023, Brooks Koepka.getty/Darren Carroll McIlroy, sem endaði í 7. sæti á PGA-meistaramótinu, hrósaði Block í hástert. „Þegar þetta er vikan þín er þetta vikan þín. Þetta var ótrúlegt högg og viðeigandi leið til að toppa frammistöðu hans á mótinu,“ sagði Norður-Írinn.
Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira