„Spænska úrvalsdeildin tilheyrir rasistum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 09:30 Vinícius Junior fékk rautt spjald gegn Valencia. getty/Francisco Macia Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, segir að spænska úrvalsdeildin tilheyri rasistum eftir að hann varð fyrir kynþáttaníði í tapinu fyrir Valencia, 1-0, í gær. Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira