Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 09:01 Andri Már og Sigtryggur Daði Rúnarssynir með systur sinni, Evu Ingibjörgu og mömmu sinni Heiðu Erlingsdóttur. Twitter/@andrimarrunars Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira