Breyttar veiðireglur á veiðisvæði Iðu Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2023 08:14 Tekist á við lax á Iðu Veiðisvæðið við Iðu er eitt af þessum svæðum sem fáir komast í enda er þetta svæði búið að vera í umsjón og eigu sömu aðila mjög lengi. Það hefur ekki alltaf verið óumdeilt en þarna hefur lengi ekki verið neinn kvóti á veiði sem og engin sleppiskylda á löxum yfir 70 sm. Svæðið er líka nokkuð umdeilt á þann hátt að þarna stoppar mikið af laxi sem er leið upp í Stóru Laxá og staldrar við, sérstaklega ef Stóra Laxá er vatnslítil. Þessi lax er af þeim sökum ekki að hrygna við Iðu og er það því frekar einkennilegt að ekki hafi verið gerð sú breyting á reglum sem nú er komnar í gegn. Samkvæmt heimildum Veiðivísis verður frá og með þessu sumri aðeins leyft að hirða einn lax á vakt sem og að öllum laxi yfir 70 sm skal sleppt. Miðað við veiðitölur af svæðinu, sem oft er erfitt að fá réttar, er líklegt að nú fái nokkur hundruð laxar tækifæri til að klára sína heimför í Stóru Laxá. Þetta á klárlega eftir að hafa mikil og góð áhrif á ánna en líka á Iðu. Með aukinni laxgengd í Stóru Laxá verður bara meira af laxi við Iðu og veiðin af þeim sökum bara betri. Eini munurinn er sá að mun færri laxar verða drepnir og engin stórlax sem gerir þetta að jákvæðum fréttum um vernd laxastofnsins. Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði
Það hefur ekki alltaf verið óumdeilt en þarna hefur lengi ekki verið neinn kvóti á veiði sem og engin sleppiskylda á löxum yfir 70 sm. Svæðið er líka nokkuð umdeilt á þann hátt að þarna stoppar mikið af laxi sem er leið upp í Stóru Laxá og staldrar við, sérstaklega ef Stóra Laxá er vatnslítil. Þessi lax er af þeim sökum ekki að hrygna við Iðu og er það því frekar einkennilegt að ekki hafi verið gerð sú breyting á reglum sem nú er komnar í gegn. Samkvæmt heimildum Veiðivísis verður frá og með þessu sumri aðeins leyft að hirða einn lax á vakt sem og að öllum laxi yfir 70 sm skal sleppt. Miðað við veiðitölur af svæðinu, sem oft er erfitt að fá réttar, er líklegt að nú fái nokkur hundruð laxar tækifæri til að klára sína heimför í Stóru Laxá. Þetta á klárlega eftir að hafa mikil og góð áhrif á ánna en líka á Iðu. Með aukinni laxgengd í Stóru Laxá verður bara meira af laxi við Iðu og veiðin af þeim sökum bara betri. Eini munurinn er sá að mun færri laxar verða drepnir og engin stórlax sem gerir þetta að jákvæðum fréttum um vernd laxastofnsins.
Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði