Innlent

Falsaður seðill reyndist ó­falsaður og þjófnaður mis­skilningur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og nótt þar sem meintur úlfaldi reyndist mýfluga. Til dæmis reyndist falsaður peningaseðill ófalsaður og þjófnaður í verslun byggður á misskilningi.

Þá reyndist maður sem tilkynntur var til lögreglu fyrir að berja á útidyrahurð eiga heima í umræddu húsi og var með lykla á sér því til sönnunar. Hann virðist hins vegar, samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, hafa þurft á því að halda að fara inn að sofa.

Nokkur mál eru í rannsókn eftir nóttina, tli að mynda líkamsárás og innbrot í heimahús í umdæminu Kópavogur/Breiðholt og nytjastuldur tveggja einstaklinga í umdæminu Hafnarfjörður/Garðabær.

Tilkynningar bárust einnig um ógnandi mann í verslun og skemmdarverk á gámi en frekari upplýsingar um þau mál er ekki að finna í yfirliti lögreglu.

Tveir voru handteknir eftir að hafa ekið á ljósastaur. Þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum og verður tekin af þeim skýrsla um leið og þeir verða í standi til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×