Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. maí 2023 08:01 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00