Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. maí 2023 08:01 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00