Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 14:06 Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu líkt og oft áður. vísir Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira