Fótbolti

Bayern mis­steig sig harka­lega í titil­bar­áttunni

Aron Guðmundsson skrifar
Leipzig hafði betur gegn Bayern í dag
Leipzig hafði betur gegn Bayern í dag Vísir/Getty

Þýska­land­smeistarar Bayern Munchen lutu í dag í lægra haldi gegn RB Leipzig á heima­velli og er titil­bar­áttan því gal­opin í þýsku úr­vals­deildinni.

Serge Gna­bry kom Bayern yfir með marki á 25.mínútu eftir stoð­sendingu frá Thomas Muller.

Heima­menn héldu í eins marks for­ystu sína allt þar til á 64.mínútu þegar að Kon­rad Lai­mer, leik­maður RB Leipzig, kom boltanum í netið og jafnaði leikinn.

Leik­menn RB Leipzig létu ekki þar við sitja því að á 76.mínútu kom Christop­her Nkunku gestunum yfir með marki úr víta­spyrnu.

Það var síðan Ung­verjinn Dominik Szo­boszlai sem inn­siglaði 3-1 sigur Leipzig með marki úr víta­spyrnu á 86.mínútu.

Þar með varð Bayern Munchen af mikil­vægum stigum í titil­bar­áttu þýsku úr­vals­deildarinnar sem þeir leiða með að­eins einu stigi á þessari stundu.

Borussia Dort­mund, sem vermir annað sæti deildarinnar, á hins vegar leik til góða á Bayern og gæti því með sigri í næsta leik sínum hrifsað til sín topp­sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×