Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 10:16 Ragnar segir slíkan fjöldadauða koma í bylgjum síðastliðin misseri. Í fyrra hafi súlur drepist, í ár séu það ritur. Ragnar Guðleifsson Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06