Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 10:42 Fé verður brátt rekið á fjall og því er tíminn naumur. Vísir/Vilhelm Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. „Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“ Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“
Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06