Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 19:54 Björgunarsveitir nota meðal annars snjóbíl við leitina að hópnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira