„Ég átti ekki von á þessu svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 10:30 Eyjakonur fagna marki í einvíginu á móti Haukum. Elísa Elíasdóttir var mjög góð í oddaleiknum og skoraði þá fimm mörk. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti