„Ég átti ekki von á þessu svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 10:30 Eyjakonur fagna marki í einvíginu á móti Haukum. Elísa Elíasdóttir var mjög góð í oddaleiknum og skoraði þá fimm mörk. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira