„Menn langar að svara fyrir þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 14:30 Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir FH í Kaplakrika í fyrsta leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld. FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira