„Menn langar að svara fyrir þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 14:30 Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir FH í Kaplakrika í fyrsta leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld. FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira