Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Phil Döhler þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli FH ekki að fara í sumarfrí. Vísir/Hulda Margrét Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld. Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira