Mannanafnanefnd samþykkir Bubba: „Ég er bara Bubbi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 11:58 Bubbi segir að þetta breyti engu fyrir sig, hann sé alltaf bara Bubbi. Vísir/Vilhelm Eiginnafnið Bubbi er á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd samþykkti á dögunum. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið þekktasti Bubbi landsins segir þetta þó ekki breyta neinu fyrir sér. Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“ Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira