Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 13:01 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tryggði ÍBV hádramatískan sigur gegn Haukum í síðasta leik í Eyjum en Haukar jöfnuðu svo einvígið í 2-2 í framlengdum leik á heimavelli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira