„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Vísir/Egill Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“ Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54