Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2023 11:00 Hraunsfjörður hefur um árabil verið mjög vinsælt veiðisvæði enda ekki margir veiðistaðir á vesturlandi þar sem jafn mikið af sjóbleikju veiðist á hverju ári. Það hefur verið lítið að frétta þar frá opnun en þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá sem lagt hafa leið sína að vatninu segja að það þurfi nokkra hlýja daga til að koma öllu í gang. Hraunsfjörður er ekki auðveldt veiðivatn en þeir sem hafa náð tökum á vatninu og vita bæði nákvmæmlega hvað á að setja undir og hvar gera yfirleitt nokkuð góða veiði. Bleikjan í vatninu er mjög bragðgóð og það er varla til betri matfiskur en feit sjóbleikja og það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að vatninu. Hún er oftar en ekki mjög dyntótt í töku og þegar hún er að sækja í eitt æti er hún ekki líklega í neitt annað. Það fer þess vegna oft mesti tíminn í að finna út hvað hún er að taka hverju sinni. Grænleitar flugur í marflóarlíki hafa oft gert það gott en Pheasant Tail, Héraeyra, Peter Ross og Peacock hafa líka gefið ágætlega í vatninu. Það verður gaman að heyra frá veiðimönnum þegar veiðin fer í gang en þegar maí er í hlýrri kantinum getur veiðin þarna verið frábær. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði
Það hefur verið lítið að frétta þar frá opnun en þeir veiðimenn sem við höfum heyrt frá sem lagt hafa leið sína að vatninu segja að það þurfi nokkra hlýja daga til að koma öllu í gang. Hraunsfjörður er ekki auðveldt veiðivatn en þeir sem hafa náð tökum á vatninu og vita bæði nákvmæmlega hvað á að setja undir og hvar gera yfirleitt nokkuð góða veiði. Bleikjan í vatninu er mjög bragðgóð og það er varla til betri matfiskur en feit sjóbleikja og það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að vatninu. Hún er oftar en ekki mjög dyntótt í töku og þegar hún er að sækja í eitt æti er hún ekki líklega í neitt annað. Það fer þess vegna oft mesti tíminn í að finna út hvað hún er að taka hverju sinni. Grænleitar flugur í marflóarlíki hafa oft gert það gott en Pheasant Tail, Héraeyra, Peter Ross og Peacock hafa líka gefið ágætlega í vatninu. Það verður gaman að heyra frá veiðimönnum þegar veiðin fer í gang en þegar maí er í hlýrri kantinum getur veiðin þarna verið frábær.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 300 laxa vika í Selá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði