Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2023 11:04 Hlaupahjólið sem olli brunanum í nótt og Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir. Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir.
Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30