Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Það skemmtilegasta við tískuna er tjáningarfrelsið, það er svo gaman að sjá mismunandi týpur tjá sig á sinn hátt í gegnum tískuna.
Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Uppáhalds flíkin mín er svarti oversizedbomber jakkinn minn.
Ég er mikil pabba stelpa og pabbi var alltaf í svona jakka en þar sem hann býr hinum megin á landinu finnst mér einhver tenging og öryggi fylgja bombernum.
Svo býður hann upp á svo marga möguleika og það er hægt að dressa hann upp og niður.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Stíllinn minn er almennt afslappaður og kózý en þegar ég er að fara út þá sný ég öllu við, máta allan fataskápinn og þá getur allt gerst.

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Þegar ég flutti fyrst suður týndi ég smá mínum persónulega stíl.
Ég reyndi mikið að klæða mig eins og fólkið í kringum mig en fattaði svo að það er miklu skemmtilegra að klæða sig eftir sínu höfði.
Fjölbreytileikinn er eitt að því sem ég elska við tísku.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Innblásturinn getur komið frá hverju sem er. Ég hugsa að ég fái þó mestan innblástur frá því að sjá manneskjur ánægðar og sjálfsöruggar í sínu fitti.

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Það er ekkert bannað í tísku en ég hef rekið mig á að það fer mér sjálfri ekki vel að vera i hlutfallslega of litlum skóm við baggy buxur.
Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Loðjakki sem ég fékk að láni fyrir löngu frá Melkorku bestu vinkonu minni.
Ég man svo vel eftir því að hafa liðið ótrúlega vel í honum og eftir það fór ég að pæla meira í því að finna flíkur sem mér líður vel í.
Pínu krúttleg origin story.

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Mitt ráð er að vera sjálfsörugg, sama hverju þú klæðist. Það smitar svo út frá sér og gerir gott fit enn betra.
Hér er hægt að fylgjast með Rubinu á Instagram.