Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:17 Mýrdalsjökull dramatískur séður úr linsu Ragnars Axelssonar. Vísir/RAX Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“ Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14