Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Birna Berg Haraldsdóttir heldur í vonina að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér. vísir/hulda margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00