Stjörnukokkar gegn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 09:00 Kokkar sem vilja vara við sjókvíaeldi, réttsælis frá hægri að ofanverðu talið: Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Hákon Már Örvarsson, Róbert Ólafsson, Sigurður Lárus Hall, Þráinn Freyr Vigfússon, Snædís Xyza Mae Ocampo, Sturla Birgisson og Hrefna Sætran. Hópur þekktra matreiðslumeistara hafa tekið höndum saman og hvetja til sniðgöngu á laxi úr sjókvíaeldi. Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið. Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið.
Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira