Allt öðruvísi leið fyrir stelpurnar okkar á næsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:00 Íslenska landsliðið hefur átt fast sæti á EM frá 2009 og var með í Englandi í fyrra, þar sem liðið tapaði ekki leik en féll þó út í riðlakeppninni eftir þrjú jafntefli. VÍSIR/VILHELM Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót. UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar.
Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira