Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:52 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“ Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“
Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44