„FH spurði mig ekkert að því“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 19:54 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Miðvörðurinn ungi Arna Eiríksdóttir var ekki með FH í kvöld en hún var lánuð til félagsins frá Val á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að leyfa Örnu að spila leikinn svaraði Pétur: „FH spurði mig ekkert að því. Ég veit ekki hverju ég hefði svarað ef ég hefði verið spurður.“ Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og komu nýliðar FH langt fram á völlinn gegn meisturum Vals sem skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mörkin, það fyrra eftir slæm varnarmistök en það seinna eftir stungusendingu. „Þær spila agressívt fram á við, pressa mikið og eru bara gott lið. Ekki lið eins og við höfum séð koma upp úr 1. deildinni. Við gátum nýtt okkur það í fyrri hálfeik en áttum að gera betur í því í seinni hálfleiknum. Ásdís er búin að þroskast mikið hérna undanfarin ár og er að sýna alltaf meira og meira hvað hún getur. Við vitum að hún getur enn meira en þetta,“ sagði Pétur. Pétur hefur stólað á hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur í markinu í upphafi móts og hún átti frábæran leik í kvöld eftir að hafa einnig haldið hreinu gegn Breiðabliki í fyrstu umferð: „Fanney er bara góður markmaður og stóð sig vel í báðum þessum leikjum. Hún er alveg tilbúin í þetta,“ sagði Pétur, ánægður með byrjunina á mótinu. „Við erum búin að spila tvo erfiða leiki og það er frábært að hafa sex stig eftir þá, og hafa ekki fengið á sig mark.“ Besta deild kvenna Valur FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Miðvörðurinn ungi Arna Eiríksdóttir var ekki með FH í kvöld en hún var lánuð til félagsins frá Val á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að leyfa Örnu að spila leikinn svaraði Pétur: „FH spurði mig ekkert að því. Ég veit ekki hverju ég hefði svarað ef ég hefði verið spurður.“ Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og komu nýliðar FH langt fram á völlinn gegn meisturum Vals sem skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mörkin, það fyrra eftir slæm varnarmistök en það seinna eftir stungusendingu. „Þær spila agressívt fram á við, pressa mikið og eru bara gott lið. Ekki lið eins og við höfum séð koma upp úr 1. deildinni. Við gátum nýtt okkur það í fyrri hálfeik en áttum að gera betur í því í seinni hálfleiknum. Ásdís er búin að þroskast mikið hérna undanfarin ár og er að sýna alltaf meira og meira hvað hún getur. Við vitum að hún getur enn meira en þetta,“ sagði Pétur. Pétur hefur stólað á hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur í markinu í upphafi móts og hún átti frábæran leik í kvöld eftir að hafa einnig haldið hreinu gegn Breiðabliki í fyrstu umferð: „Fanney er bara góður markmaður og stóð sig vel í báðum þessum leikjum. Hún er alveg tilbúin í þetta,“ sagði Pétur, ánægður með byrjunina á mótinu. „Við erum búin að spila tvo erfiða leiki og það er frábært að hafa sex stig eftir þá, og hafa ekki fengið á sig mark.“
Besta deild kvenna Valur FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira