Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 11:00 Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við Selfoss. selfoss Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti