Krefjast þess að ákvörðunin verði endurskoðuð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. apríl 2023 09:19 Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. Fyrr í vikunni ákvað bæjarstjórn að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Sömuleiðis var samþykkt að fækka stöðugildum menningarhúsa bæjarins úr 33 í 29. Að mati stjórnar Vinstri grænna í Kópavogi er þessi ákvörðun óvönduð og hefur flokkurinn lýst andstöðu við þessa ákvörðun. Flokkurinn er ekki með mann í bæjarstjórninni eftir að hafa fengið 5,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum en tekur undir með minnihluta Viðreisnar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vina Kópavogs. „Erfitt er að meta allar þær ákvarðanir sem þarna voru teknar með samþykkt tólf tillagna bæjarstjóra á grundvelli greiningar fyrirtækisins KPMG. En ástæða er til að vísa til bókunar minnihlutans þar sem meðal annars segir: „Allar tillögur bæjarstjóra eru ótækar til ákvörðunar í bæjarstjórn vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum.“,“ segir í tilkynningu frá stjórn VG. Segir í tilkynningunni að lítið samráð hafi verið haft við forstöðumenn menningarhúsanna í bæjarfélaginu. Þá séu svona stofnanir í sífelldri þróun og því sé það ekki eðlilegt að taka svo stórar ákvarðanir án samráðs. „Góð skjalavarsla er gífurlega mikilvæg í daglegum rekstri bæjarfélagsins og forkastanlegt að leggja þessa mikilvægu stjórnsýsludeild bæjarins niður og fela starfsemi þess Þjóðskjalasafni Íslands, enda virðist enginn undirbúningur hafa verið unninn að því,“ segir í tilkynningunni. Er þess krafist að endurskipulagning á starfsemi menningarhúsa bæjarins sé framkvæmd í samstarfi og sátt við starfsfólk. „Stjórn VG í Kópavogi tekur undir með minnihluta bæjarstjórnar sem greiddi atkvæði gegn þessari ákvörðun og skorar á meirihlutann að endurskoða hana,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Söfn Vinstri græn Menning Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Fyrr í vikunni ákvað bæjarstjórn að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Sömuleiðis var samþykkt að fækka stöðugildum menningarhúsa bæjarins úr 33 í 29. Að mati stjórnar Vinstri grænna í Kópavogi er þessi ákvörðun óvönduð og hefur flokkurinn lýst andstöðu við þessa ákvörðun. Flokkurinn er ekki með mann í bæjarstjórninni eftir að hafa fengið 5,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum en tekur undir með minnihluta Viðreisnar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vina Kópavogs. „Erfitt er að meta allar þær ákvarðanir sem þarna voru teknar með samþykkt tólf tillagna bæjarstjóra á grundvelli greiningar fyrirtækisins KPMG. En ástæða er til að vísa til bókunar minnihlutans þar sem meðal annars segir: „Allar tillögur bæjarstjóra eru ótækar til ákvörðunar í bæjarstjórn vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum.“,“ segir í tilkynningu frá stjórn VG. Segir í tilkynningunni að lítið samráð hafi verið haft við forstöðumenn menningarhúsanna í bæjarfélaginu. Þá séu svona stofnanir í sífelldri þróun og því sé það ekki eðlilegt að taka svo stórar ákvarðanir án samráðs. „Góð skjalavarsla er gífurlega mikilvæg í daglegum rekstri bæjarfélagsins og forkastanlegt að leggja þessa mikilvægu stjórnsýsludeild bæjarins niður og fela starfsemi þess Þjóðskjalasafni Íslands, enda virðist enginn undirbúningur hafa verið unninn að því,“ segir í tilkynningunni. Er þess krafist að endurskipulagning á starfsemi menningarhúsa bæjarins sé framkvæmd í samstarfi og sátt við starfsfólk. „Stjórn VG í Kópavogi tekur undir með minnihluta bæjarstjórnar sem greiddi atkvæði gegn þessari ákvörðun og skorar á meirihlutann að endurskoða hana,“ segir í tilkynningunni.
Kópavogur Söfn Vinstri græn Menning Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira