Ný bók um Samherjamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 23:01 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Wikileaks Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum. Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30