Styrkleikar Krabbameinsfélagsins á Selfossi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2023 18:31 Styrkleikarnir fara fram á Selfossi um helgina í annað skipti. Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir í annað sinn dagana 29. apríl til 30. apríl í Lindexhöllinni á Selfossi. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með. Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris. Árborg Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fyrstu Styrkleikarnir fóru fram á Selfossi í fyrra þar sem hátt í 600 manns gengu 19.812 hringi sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. Auk þess litu hátt í 1000 manns við í Íþróttahöllinni á meðan á viðburðinum stóð, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. „Styrkleikarnir eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Heiðursgestir leikanna eru þeir sem greinst hafa með krabbamein og sérstök dagskrá tileinkuð þeim,“ segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna. Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með því hægt er að skrá sig í „Landsliðið”, sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða. Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnastjórastjóri Styrkleikanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök ljósastund er haldin á laugardagskvöldinu klukkan 22:00 þegar dimma tekur þar sem kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. „Á ljósastundinni minnumst við þeirra sem við höfum misst og hugsum til þeirra sem eru að takast á við veikindi. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, s.s. tónlist, dans og hoppukastala,” segir Eva Íris.
Árborg Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira