Umfjöllun og myndir: Ísland - Eistland 30-23 | Ísland kláraði undankeppnina með stæl Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 18:00 Viktor Gísli Hallgrímsson í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sigur á Eistlandi 30-23. Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu í fyrri hálfleik og Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik. Strákarnir okkar héldu sínu striki í seinni hálfleik og unnu öruggan sjö marka sigur. Strákarnir okkar fögnuðu með fólkinu eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var full Laugardalshöll þegar Ísland fékk Eistland í heimsókn. Það var falleg stund fyrir leik þegar Boris Bjarna Akbachev var minnst með mínútu þögn. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var ekki í neinum vandræðum með Eistland. Vörn Íslands var góð og Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu. Viktor Gísli varði eins og berserkur. Viktor Gísli varði 13 skot og var með 57 prósent markvörslu í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í dagVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 5-4 tók Ísland yfir leikinn og skoraði sex mörk í röð. Hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson sáu um að skora mörkin. Bjarki og Sigvaldi skoruðu 12 af 17 mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik 17-10. Sigvaldi Guðjónsson og Kristján Örn Kristjánsson spiluðu vel í dagVísir/Hulda Margrét Sjö mörkum undir byrjaði Eistland seinni hálfleik betur. Gestirnir þéttu raðirnar og spiluðu betri vörn. Eistland gerði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 21-14. Rasmus Ots varði varla skot í fyrri hálfleik en vaknaði í síðari hálfleik. Rasmus Ots fór að verja nokkra bolta og á tímapunkti var hann með Elliða Snæ Viðarsson í vasanum. Þrátt fyrir meiri mótspyrnu í seinni hálfleik ógnaði það aldrei forskoti Íslands. Sérsveitin hélt uppi stuðningnum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson endaði markahæstur. Bjarki Már skoraði átta mörk í fyrri hálfleik en skipti við Stiven Tobar Valencia sem spilaði síðari hálfleikinn og skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk Vísir/Hulda Margrét Ísland slakaði aðeins á síðustu mínúturnar í seinni hálfleik en vann að lokum sjö marka sigur 30-23. Ísland endar á toppnum í sínum riðli og verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Þýskalandi 2024. Það var létt yfir Elvari Erni og Stiven Tobar Vísir/Hulda Margrét Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland vann sannfærandi sigur á Eistlandi 30-23. Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu í fyrri hálfleik og Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik. Strákarnir okkar héldu sínu striki í seinni hálfleik og unnu öruggan sjö marka sigur. Strákarnir okkar fögnuðu með fólkinu eftir leikVísir/Hulda Margrét Það var full Laugardalshöll þegar Ísland fékk Eistland í heimsókn. Það var falleg stund fyrir leik þegar Boris Bjarna Akbachev var minnst með mínútu þögn. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var ekki í neinum vandræðum með Eistland. Vörn Íslands var góð og Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu. Viktor Gísli varði eins og berserkur. Viktor Gísli varði 13 skot og var með 57 prósent markvörslu í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í dagVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 5-4 tók Ísland yfir leikinn og skoraði sex mörk í röð. Hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson sáu um að skora mörkin. Bjarki og Sigvaldi skoruðu 12 af 17 mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik 17-10. Sigvaldi Guðjónsson og Kristján Örn Kristjánsson spiluðu vel í dagVísir/Hulda Margrét Sjö mörkum undir byrjaði Eistland seinni hálfleik betur. Gestirnir þéttu raðirnar og spiluðu betri vörn. Eistland gerði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 21-14. Rasmus Ots varði varla skot í fyrri hálfleik en vaknaði í síðari hálfleik. Rasmus Ots fór að verja nokkra bolta og á tímapunkti var hann með Elliða Snæ Viðarsson í vasanum. Þrátt fyrir meiri mótspyrnu í seinni hálfleik ógnaði það aldrei forskoti Íslands. Sérsveitin hélt uppi stuðningnum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson endaði markahæstur. Bjarki Már skoraði átta mörk í fyrri hálfleik en skipti við Stiven Tobar Valencia sem spilaði síðari hálfleikinn og skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk Vísir/Hulda Margrét Ísland slakaði aðeins á síðustu mínúturnar í seinni hálfleik en vann að lokum sjö marka sigur 30-23. Ísland endar á toppnum í sínum riðli og verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Þýskalandi 2024. Það var létt yfir Elvari Erni og Stiven Tobar Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti