„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. apríl 2023 21:45 Bergþóra Pálsdóttir býr í hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Vísir/Vilhelm Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira