Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 13:27 Í tilkynningu borgarinnar segir að forgangsröðun fjárfestinga muni taka mið af borgarþróun, þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa með tilkomu Borgarlínu og að áformum um húsnæðisuppbyggingu verði fylgt eftir. Stöð 2/Arnar Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira