Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 13:27 Í tilkynningu borgarinnar segir að forgangsröðun fjárfestinga muni taka mið af borgarþróun, þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa með tilkomu Borgarlínu og að áformum um húsnæðisuppbyggingu verði fylgt eftir. Stöð 2/Arnar Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira