„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:08 Svona leit morguninn eflaust út hjá mörgum á Suður- og suðvesturlandi. Vísir/Egill Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“ Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“
Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira