Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:27 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis. Aðsend Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32