„Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2023 15:31 Haraldur opnaði veitingahúsið Önnu Jónu loksins á dögunum eftir tveggja ára undirbúning. Hann opnar sig upp á gátt fyrir gestum veitingahússins. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi. „Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023 Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02