Vaknar klukkan fimm á hverjum morgni til að sinna ástríðunni Snorri Másson skrifar 27. apríl 2023 09:02 Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár. Ferill Jaceks í þýðingum hófst á unglingsaldri þegar hann fluttist hingað vegna starfa föður hans fyrir pólska sendiráðið. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek. Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. Allt frá Jónasi Hallgrímssyni og Egils sögu til Fríðu Ísberg og Elísabetar Jökulsdóttir. Saga Jacek er býsna merkileg og rætt var við þýðandann í Íslandi í dag. Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár og vaknar enn klukkan fimm á hverjum morgni.Vísir Jacek rifjar það upp í viðtalinu að þegar hann hafi komið til landsins í lok sjöunda áratugarins hafi hann og systir hans verið einu útlendingarnir í skólanum. „Okkur tókst nokkuð fljótt að aðlagast og eignuðumst marga vini á Íslandi. Við fórum síðan bara í fýlu þegar við vorum að fara héðan fimm árum síðan,“ segir Jacek, sem var orðinn 16 ára gamall þegar hann fór aftur til Póllands. Þá var hann fullnuma í tungumálinu og lýsir því að hann og systir hans hafi ekki sleppt tökunum á íslensku. „Íslenska var svona leyndó. Ég talaði hana við systur mína þegar við vildum ekki vera skilin. Og síðan las ég mikið og hélt henni þannig við,“ segir Jacek. Jacek Godek, lengst til vinstri, gekk í Melaskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar fjölskylda hans flutti til Íslands vegna starfa föður hans í pólska sendiráðinu. Í dag er Jacek leikari og leikstjóri í Póllandi, en á sama tíma þýðandi úr íslensku í pólsku. Á tímum mikilla fólksflutninga til Íslands að utan beinir Jacek því til nýbúa að leggja sig eftir því að læra íslenskuna. Ekki aðeins hafi tungumálið sögulegt gildi sem eins konar latína Norðurlanda, heldur einnig mikið praktískt gildi fyrir íbúa hér. „Þú kynnist ekki samfélaginu ef þú kynnist ekki menningararfi þess og þú kynnist ekki menningararfi ef þú hefur ekki tungumálið,“ segir Jacek. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og skipta á þriðja tug þúsunda. Spurður um ráð til þeirra sem hingað koma segir Jacek: „Það fyrsta er að reyna að læra tungumálið og finna sér vini á Íslandi, íslenska vini. Og hætta til dæmis að vera í svona pólskum gettóum. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Íslandi en ég hef orðið var við það í til dæmis Bretlandi.“ „Það er bara þú og Egill Skallagrímsson“ Frumraun Jaceks á sviði þýðinga voru þýðingar hans á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hóf að vinna fyrir pólska útvarpið þegar hann var fjórtán ára. Í innslaginu hér að ofan gefur hann dæmi um hvernig „Ég bið að heilsa“ hljómar á pólsku. Jacek fékk á dögunum viðurkenninguna Orðstír, sem fer til þýðenda úr íslensku yfir á erlend mál, og var þar heiðraður fyrir gífurlega umfangsmikið starf. „Stundum er ekki auðvelt að ná sömu hughrifum úr íslensku yfir á pólsku. En ég vona að mér takist það. Frá mínu sjónarmiði er íslenskan fallegt og auðvelt mál miðað við pólskuna, sem er flókin. En það er líka kannski útaf því að á íslensku er textinn bara til. En ég þarf að gera það sama á pólsku. Og það getur verið snúið,“ segir Jacek. Í daglegu lífi tekur Jacek þýðingarnar alvarlega. Hann vaknar klukkan fimm á morgnana til að byrja að þýða en þá er klukkan þrjú á íslenskum tíma. „Morgnarnir eru bara besti tími dagsins. Ekkert truflar þig. Það er bara þú og Egill Skallagrímsson,“ segir Jacek.
Pólland Ísland í dag Bókmenntir Bókmenntahátíð Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira