Dómsmálaráðherra segir ávinning af því að styrkja hælisleitendur til brottfarar Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2023 13:04 Jón Gunnarsson boðar reglugerð um styrki til hælisleitenda sem fengið hafa synjun um vernd eða dregið umsókn sína til baka til að hverfa aftur til síns heima. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir væntanlega reglugerð um styrki til hælisleitenda sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og hafa ýmist dregið umsókn sína til baka eða fengið synjun vera til hagsbóta fyrir báða aðila. Það væri ódýrara að styðja fólk til að yfirgefa landið sjálfviljugt en flytja það nauðugt úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sett drög að þessari reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar þar sem hægt er að koma á framfæri athugasemdum. Ef reglugerðardrögin verða gefin út óbreytt gildir hún eingöngu fyrir þá útlendinga sem dregið hafa umsókn sína um alþjóðlega vernd til baka eða verið synjað um hana af stjórnvöldum. Útlendingar sem koma frá ríkjum sem eru á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki eiga þó ekki rétt á enduraðlögunarstyrk. Dómsmálaráðherra segir ódýrara og betra fyrir alla aðila að hælisleitendur sem fengið hefðu synjun um vernd eða dregið umsókn sína um hana til baka, fari sjálfviljugir frá landinu.Vísir/Vilhelm Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir eru þrenns konar. Í fyrsta lagi ferðastyrkur, í öðru lagi enduraðlögunarstyrkur og síðan viðbótarstyrkur. Ferðastyrkurinn getur verið á bilinu eitt til tvö hundruð evrur, enduraðlögunarstyrkurinn á bilinu eitt þúsund til þrjú þúsund evrur og viðbótarstyrkurinn ýmist 500 eða þúsund evrur ef sótt er um hann áður en frestur til heimfarar rennur út. Jóni Gunnarssyni tókst í fimmtu atrennu í marsmánuði það sem fyrri dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafði ekki tekist, að koma í gegn breytingum á útlendingalögum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir reglugerðina setta til að samræma reglurnar hér því sem þekktist í Evrópulöndum. Hún væri einnig nauðsynleg í framhaldi nýrra útlendingalaga sem geri ráð fyrir að þjónusta við hælisleitendur falli niður eftir 30 daga frá synjun um vernd. „Þarna erum við að búa til hvata til að fólk fari í sjálfviljuga heimför til síns heimalands. Það er mikill ávinningur fyrir alla aðila í þeim efnum. Bæði fyrir náttúrlega einstaklingana sem hér eiga undir en ekki síður fyrir okkur og ríkissjóð. Það er dýrt að vera í þvinguðum brottförum,“ segir Jón. En alla jafna fylgja tveir lögregluþjónar þeim sem fluttur er úr landi. Styrkirnir væru til standa undir kostnaði við ferðlög og enduraðlögun í viðkomandi heimaríki. Til að standa til dæmis undir húsaleigu, námi, atvinnu eða öðrum verkefnum ísamstarfi við alþjóðastofnanir. „Það er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að vera með það sem við köllum þvingaðar brottfarir. Brottfarir í lögreglufylgd. Það er einnig dýrt ef fólk er að dvelja hér mikið lengur en lög gera ráð fyrir. Þá teljum við að það sé gagnkvæmur ávinningur af þessu. Fyrir þá einstaklinga sem hér eiga undir og við erum að létta undir með þeim að koma sér fyrir í sínu heimalandi að nýju. En að sama skapi teljum við ávinning af þessu fyrir ríkissjóð,“ segir Jón Gunnarsson. Reikna megi með að reglugerðin taki gildi innan nokkurra vikna þegar búið verði að fara yfir umsagnir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sett drög að þessari reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar þar sem hægt er að koma á framfæri athugasemdum. Ef reglugerðardrögin verða gefin út óbreytt gildir hún eingöngu fyrir þá útlendinga sem dregið hafa umsókn sína um alþjóðlega vernd til baka eða verið synjað um hana af stjórnvöldum. Útlendingar sem koma frá ríkjum sem eru á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki eiga þó ekki rétt á enduraðlögunarstyrk. Dómsmálaráðherra segir ódýrara og betra fyrir alla aðila að hælisleitendur sem fengið hefðu synjun um vernd eða dregið umsókn sína um hana til baka, fari sjálfviljugir frá landinu.Vísir/Vilhelm Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir eru þrenns konar. Í fyrsta lagi ferðastyrkur, í öðru lagi enduraðlögunarstyrkur og síðan viðbótarstyrkur. Ferðastyrkurinn getur verið á bilinu eitt til tvö hundruð evrur, enduraðlögunarstyrkurinn á bilinu eitt þúsund til þrjú þúsund evrur og viðbótarstyrkurinn ýmist 500 eða þúsund evrur ef sótt er um hann áður en frestur til heimfarar rennur út. Jóni Gunnarssyni tókst í fimmtu atrennu í marsmánuði það sem fyrri dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafði ekki tekist, að koma í gegn breytingum á útlendingalögum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir reglugerðina setta til að samræma reglurnar hér því sem þekktist í Evrópulöndum. Hún væri einnig nauðsynleg í framhaldi nýrra útlendingalaga sem geri ráð fyrir að þjónusta við hælisleitendur falli niður eftir 30 daga frá synjun um vernd. „Þarna erum við að búa til hvata til að fólk fari í sjálfviljuga heimför til síns heimalands. Það er mikill ávinningur fyrir alla aðila í þeim efnum. Bæði fyrir náttúrlega einstaklingana sem hér eiga undir en ekki síður fyrir okkur og ríkissjóð. Það er dýrt að vera í þvinguðum brottförum,“ segir Jón. En alla jafna fylgja tveir lögregluþjónar þeim sem fluttur er úr landi. Styrkirnir væru til standa undir kostnaði við ferðlög og enduraðlögun í viðkomandi heimaríki. Til að standa til dæmis undir húsaleigu, námi, atvinnu eða öðrum verkefnum ísamstarfi við alþjóðastofnanir. „Það er alveg ljóst að það er mjög kostnaðarsamt að vera með það sem við köllum þvingaðar brottfarir. Brottfarir í lögreglufylgd. Það er einnig dýrt ef fólk er að dvelja hér mikið lengur en lög gera ráð fyrir. Þá teljum við að það sé gagnkvæmur ávinningur af þessu. Fyrir þá einstaklinga sem hér eiga undir og við erum að létta undir með þeim að koma sér fyrir í sínu heimalandi að nýju. En að sama skapi teljum við ávinning af þessu fyrir ríkissjóð,“ segir Jón Gunnarsson. Reikna megi með að reglugerðin taki gildi innan nokkurra vikna þegar búið verði að fara yfir umsagnir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 26. apríl 2023 08:35
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30
Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14. mars 2023 19:45
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05